Psalms 114

Þegar Ísrael fór út af Egyptalandi, Jakobs ætt frá þjóðinni, er mælti á erlenda tungu, varð Júda helgidómur hans, Ísrael ríki hans. Hafið sá það og flýði, Jórdan hörfaði undan. Fjöllin hoppuðu sem hrútar, hæðirnar sem lömb. Hvað er þér, haf, er þú flýr, Jórdan, er þú hörfar undan, þér fjöll, er þér hoppið sem hrútar, þér hæðir sem lömb? Titra þú, jörð, fyrir augliti Drottins, fyrir augliti Jakobs Guðs, hans sem gjörir klettinn að vatnstjörn, tinnusteininn að vatnslind.
Copyright information for Icelandic