Psalms 98

Sálmur. Syngið Drottni nýjan söng, því að hann hefir gjört dásemdarverk, hægri hönd hans hjálpaði honum og hans heilagi armleggur. Drottinn hefir kunngjört hjálpræði sitt, fyrir augum þjóðanna opinberaði hann réttlæti sitt. Hann minntist miskunnar sinnar við Jakob og trúfesti sinnar við Ísraels ætt. Öll endimörk jarðar sáu hjálpræði Guðs vors. Látið gleðióp gjalla fyrir Drottni, öll lönd, hefjið gleðisöng, æpið fagnaðaróp og lofsyngið. Leikið fyrir Drottni á gígju, á gígju með lofsöngshljómi, með lúðrum og básúnuhljómi, látið gleðióp gjalla fyrir konunginum Drottni. Hafið drynji og allt sem í því er, heimurinn og þeir sem í honum lifa. Fljótin skulu klappa lof í lófa, fjöllin fagna öll saman fyrir Drottni sem kemur til að dæma jörðina. Hann dæmir heiminn með réttlæti og þjóðirnar með réttvísi.
Copyright information for Icelandic