‏ Psalms 51

1Til söngstjórans. Sálmur Davíðs, 2þá er Natan spámaður kom til hans, eftir að hann hafði gengið inn til Batsebu. 3Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi. 4Þvo mig hreinan af misgjörð minni, hreinsa mig af synd minni, 5því að ég þekki sjálfur afbrot mín, og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum. 6Gegn þér einum hefi ég syndgað og gjört það sem illt er í augum þínum. Því ert þú réttlátur, er þú talar, hreinn, er þú dæmir. 7Sjá, sekur var ég, er ég varð til, syndugur, er móðir mín fæddi mig. 8Sjá, þú hefir þóknun á hreinskilni hið innra, og í fylgsnum hjartans kennir þú mér visku! 9Hreinsa mig með ísóp, svo að ég verði hreinn, þvo mig, svo að ég verði hvítari en mjöll. 10Lát mig heyra fögnuð og gleði, lát kætast beinin sem þú hefir sundurmarið. 11Byrg auglit þitt fyrir syndum mínum og afmá allar misgjörðir mínar. 12Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. 13Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér. 14Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis og styð mig með fúsleiks anda, 15að ég megi kenna afbrotamönnum vegu þína og syndarar megi hverfa aftur til þín. 16Frelsa mig frá dauðans háska, Guð hjálpræðis míns, lát tungu mína fagna yfir réttlæti þínu. 17Drottinn, opna varir mínar, svo að munnur minn kunngjöri lof þitt! 18Þú hefir ekki þóknun á sláturfórnum _ annars mundi ég láta þær í té _ og að brennifórnum er þér ekkert yndi. 19Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta. [ (Psalms 51:20) Gjör vel við Síon sakir náðar þinnar, reis múra Jerúsalem! ] [ (Psalms 51:21) Þá munt þú hafa þóknun á réttum fórnum, á brennifórn og alfórn, þá munu menn bera fram uxa á altari þitt. ]
Copyright information for Icelandic